top of page

STUÐNINGSHÓPUR FYRIR MAKA OG AÐSTANDENDUR

Krabbamein í blöðruhálskirtli er para- og fjölskyldumál

- smella hér til að skrá skrá sig hópinn

Þetta er stuðningshópur sem fljótlega verður stofnaður. Nafnið á þessum stuðningshópi "Traustir makar" er með tilvísun í að 80% af karlmönnum sem greinast með krabbamein í blöðruhálskirtli sækja mest af sínum stuðningi til maka. Makar og aðstandendur karlmanns með greiningu um krabbamein í blöðruhálskirtli geta átt jafn erfitt með að eiga við þetta verkefni og sá sem greinist. Afleiðingar af meðferð geta líka haft mikil áhrif á maka og aðra aðstandendur og þess vegna þarf þetta verkefni að vera samstarf. Hjá Framför er starfandi stuðningshópur fyrir maka og aðra aðstandendur sem gefur þessum aðilum tækifæri til að heyra frá öðrum hvernig best er að takast á við þetta og að fræðast um þetta verkefni.

shutterstock_259622462.jpg

Í gegnum Makahópinn verður boðið upp á fjölbreytt úrval námskeiða, vinnustofur og fræðslu hjá Framför. Einnig verður fljótlega aðgengilegt fræðsluumhverfi á netinu fyrir þá sem eru í þessu ferli og þeirra aðstandendur.

Stofnfundurinn á stuðningshópnum "Traustir makar" átti að verða haldin 30. mars 2021 kl. 17:00 í húsnæði Krabbameinsfélagsins í Skógarhlíð. Þessum fundi var frestað vegna Covid og stefnt er að stofnfundi í ágúst 2021.

Jafningjastuðningur

Ráðgjöf

Góðir hálsar

Frískir menn

Traustir makar

Íbúðir

bottom of page