VARSTU AÐ FÁ GREININGU? - spurningar og svör
Ef þú hefur nýlega verið greindur með krabbamein í blöðruhálskirtli gætirðu verið hræddur, áhyggjufullur, stressaður eða jafnvel reiður. Það er til fólk sem er til staðar til að styðja þig og það eru líka hlutir sem þú getur gert til að hjálpa þér. Hér að neðan eru svör við einhverjum af þínum spurningum og vísbendingar um það hvernig þú getur tekist á við þetta verkefni!
-
Spjall í síma (hringja í 8435565 eða tölvupóst á gudmundur@framfor.is)
-
Á Zoom (hringja í 8435565 eða tölvupóst á gudmundur@framfor.is)
-
Óska eftir jafningjastuðningi (hringja í 8435565 eða tölvupóst á gudmundur@framfor.is)
Hægt að fá persónulegt samtal maður á mann, í síma eða á Zoom samskiptaforritinu á netinu. Sendu fyrirspurn á gudmundur@framfor.is eða hringdu í síma 8435565.
Krabbameinsfélagið Framför er í samstarfi við Ráðgjafaþjónustu Krabbameinsfélagsins og Ljósið um ráðgjöf, upplýsingar og stuðning.
Nánari upplýsingar www.framfor.is/nygreining
Ekki gleyma því að tölfræðin vinnur með þér:
-
90% þeirra sem greinast með krabbamein í blöðruhálskirtli lifa lengur en í 5 ár.
-
80% þeirra sem greinast með krabbamein í blöðruhálskirtli lifa lengur en í 10 ár.
-
Það látast aðeins 4% af þeim sem greinast með krabbamein í blöðruhálskirtli úr þessum sjúkdómi.
-
Bæklingur með spurningum við greiningu á krabbameini í blöðruhálskirtli
-
Bæklingur um fyrstu skrefin eftir greiningu á krabbameini í blöðruhálskirtli
-
Bæklingur fyrir nýgreinda karla með krabbamein í blöðruhálskirtli
-
Bæklingur fyrir karla í virku eftirliti með krabbameini í blöðruhálskirtli
-
Bæklingur fyrir karla í vaktaðri bið með krabbameini í blöðruhálskirtli
-
Upplýsingar fyrir maka karla með krabbamein í blöðruhálskirtli
Það er mikið af góðum upplýsingum þarna úti. Andaðu rólega.
Þú þarft ekki að lesa og melta þetta allt strax. Flestir karlar með þennan sjúkdóm hafa góðan tíma til að átta sig á hlutunum. Flest æxli í blöðruhálskirtli vaxa hægt, svo þú þarft ekki að taka ákvörðun í einhverjum flýti. Fáðu aðstoð frá þínum lækni til að átta þig á því sem þú þarft að vita núna og hvað getur beðið. Þá verður þú rólegri og tekur betri ákvarðanir.
Ákveða hvort þú vilt fá meðferð.Já, "ef." Vegna þess að æxli í blöðruhálskirtli vaxa oft hægt eða alls ekki, þurfa þau ekki endilega að vera það skaðleg að þú þurfir meðferð strax. Sumir karlmenn ákveða - með sínum læknum - að „virkt eftirlit“, að fylgjast náið með krabbameini með prófum, vefjasýni, ómskoðunum og reglulegum heimsóknum til lækna, sé betri kostur en skurðaðgerðir, lyfjameðferð eða geislun. Rannsóknir hafa sýnt að þetta getur verið öruggur kostur fyrir marga karlmenn. Ef æxlið byrjar að vaxa eða ef þú ert ekki sáttur við að „gera ekki neitt“ skaltu ræða við lækninn þinn um hvaða meðferð henti. "Nánari upplýsingar um í hvaða tilfellum virkt eftirlit kemur til greina má finna hér"
Byrjaðu að skoða hugsanlegar aukaverkanir.
Eins mikið og meðferðir berjast gegn krabbameini í blöðruhálskirtli, þá geta þær einnig valdið öðrum vandamálum, svo sem að missa stjórn á þvagblöðru eða skapa vandræði með að ná stinningu. Það fá ekki allir karlmenn þessar aukaverkanir, en þú ættir að ræða við lækninn þinn áður en þú ákveður hvort og hvernig þú meðhöndlar sjúkdóminn þinn. Áhættan getur stýrt þér í átt að einni meðferð fram yfir aðra.
Talaðu um þetta við einhvern!!!
Hvort sem það er satt eða ekki, þá er oft sagt að karlmenn byrgi sínar tilfinningar inni. Ef þú hefur nýlega komist að því að þú ert með krabbamein í blöðruhálskirtli gætirðu uppgötvað að það hjálpar að tala um það. Sumum finnst auðveldara að vera opinn með einhverjum sem þeir þekkja ekki of vel. Ef þetta hljómar eins og þú, skaltu prófa sjálfboðaliða, fagráðgjafa eða aðra sem hafa fengið sambærilegt krabbamein eða þekkja þetta umhverfi vel. Við hjá Framför getum aðstoðað þig í þessu. Þegar þér finnst þú vera tilbúinn að ræða við einhvern eða fjölskyldumeðlimi, annað hvort nú eða síðar, hafðu þá í huga:
-
Ekki búast við því að hlutirnir verði áfram óbreyttir. Það verða líklega miklar breytingar á þínum nánu samböndum þegar þú lagar þig að því að búa við þitt krabbamein í blöðruhálskirtli.
-
Gakktu úr skugga um að þú gefir hinum aðilanum tækifæri til að tjá sínar tilfinningar.
-
Vertu beinskeittur um það hvers konar stuðning þú heldur að þú þurfir og spurðu þína nánustu um hvað þeir gætu þurft í þessu. Þetta gæti einnig breyst með tímanum.
-
Talaðu um aðra hluti en þinn sjúkdóm. Áhugamálin sem þú deilir og hlutirnir sem þið bæði/báðir njótið geta veitt þér hlé frá streitu og leitt ykkur betur saman.
-
Fækka þeim sem fá krabbamein í blöðruhálskirtil.Afla þekkingar á því sem best er vitað um krabbamein í blöðruhálskirtli og miðla því til almennings. Stuðla að gagnreyndum og öflugum forvörnum til þess að draga úr nýgengi krabbameins í blöðruhálskirtli. Stuðla að bættri greiningartækni til að fjölga þeim sem greinast með forstigseinkenni á krabbameini í blöðruhálskirtli. Standa að vitundarvakningu um krabbamein í blöðruhálskirtli. Fræða almenning um forvarnir krabbameins í blöðruhálskirtli, áhættuþætti og krabbameinsleit.
-
Lækka dánartíðni þeirra sem fá krabbamein í blöðruhálskirtil.Fylgjast með nýjungum í greiningu og meðferð krabbameins í blöðruhálskirtli og miðla þeim upplýsingum. Tryggja jafnræði og gott aðgengi að þjónustu félagsins við karlmenn sem greindir hafa verið með krabbamein í blöðruhálskirtli. Vinna að því að biðtími karlmanna eftir greiningu á krabbameini í blöðruhálskirtli og meðferð sé sem stystur. Vinna að því að bestu viðurkenndu lyf, greining og meðferð standi karlmönnum með krabbamein í blöðruhálskirtli til boða. Stuðla að því að þjónusta við karlmenn með krabbamein í blöðruhálskitrli standist gæðakröfur.
-
Bæta lífsgæði þeirra sem fá krabbamein í blöðruhálskirtil.Veita karlmönnum sem greinast með krabbamein í blöðruhálskirtli og aðstandendum þeirra heildræna ráðgjöf, fjölbreytta fræðslu og stuðning. Gæta fjárhagslegra og faglegra réttinda karlmanna sem hafa fengið greiningu með krabbamein í blöðruhálskirtli, vera málsvari þeirra og gæta hagsmuna þeirra í hvívetna. Stuðla að því að síðbúnar aukaverkanir og skaðsemi meðferða við krabbameini í blöðruhálskirtli verði í lágmarki. Vinna að því að góð líknarþjónusta standi þeim til boða sem eru með krabbamein í blöðruhálskirtli og þess óska. Halda uppi öflugu samstarfi við erlend krabbameinsfélög tengd krabbameini í blöðruhálskirtli.
-
Stuðla að og styðja við rannsóknir sem tengjast krabbameini í blöðruhálskirtli.Krabbameinsfélagið Framför stefnir að því að stofna sérstakan styrktarsjóð sem hefði það hlutverk að stofna til og styrkja rannsóknir sem efla skimun við krabbameini í blöðruhálskirtli eða stuðla að betri meðferðum og meiri lífsgæðum þeirra sem hafa lokið slíkum meðferðum.