VIRKT EFTIRLIT - spurningar og svör
Virkt eftirlit er virk meðferðarleið til að fylgjast með staðbundnu blöðruhálskirtilskrabbameini í stað þess að hefja meðferð strax. Ákvörðun um þessa leið skal alltaf taka í samráði við lækni. Maka, fjölskyldu og vinum gæti einnig fundist þetta efni hjálplegt.
Hér er að finna almennar leiðarbeiningar og reynsla hvers og eins er ólík. Þér gæti fundist einhverjir hlutar af þessum upplýsingum gagnlegri en aðrar. Ef þú vilt fá nánari upplýsingar skaltu ræða við þinn lækni eða hjúkrunarfræðing. Þú getur einnig talað við okkar ráðgjafa hjá Framför.
Virkt eftirlit er ekki það sama og vöktuð bið, en það er önnur leið til að fylgjast með blöðruhálskirtilskrabbameini. Munurinn á þessu tvennu er skýrður hér neðar.
Þetta efni er hugsað sem almennar leiðbeiningar. Frekari upplýsingar er hægt að fá hjá læknum og hjúkrunarfræðingum.
-
Bæklingur með spurningum við greiningu á krabbameini í blöðruhálskirtli
-
Bæklingur um fyrstu skrefin eftir greiningu á krabbameini í blöðruhálskirtli
-
Bæklingur fyrir nýgreinda karla með krabbamein í blöðruhálskirtli
-
Bæklingur fyrir karla í virku eftirliti með krabbameini í blöðruhálskirtli
-
Bæklingur fyrir karla í vaktaðri bið með krabbameini í blöðruhálskirtli
-
Upplýsingar fyrir maka karla með krabbamein í blöðruhálskirtli
-
Fækka þeim sem fá krabbamein í blöðruhálskirtil.Afla þekkingar á því sem best er vitað um krabbamein í blöðruhálskirtli og miðla því til almennings. Stuðla að gagnreyndum og öflugum forvörnum til þess að draga úr nýgengi krabbameins í blöðruhálskirtli. Stuðla að bættri greiningartækni til að fjölga þeim sem greinast með forstigseinkenni á krabbameini í blöðruhálskirtli. Standa að vitundarvakningu um krabbamein í blöðruhálskirtli. Fræða almenning um forvarnir krabbameins í blöðruhálskirtli, áhættuþætti og krabbameinsleit.
-
Lækka dánartíðni þeirra sem fá krabbamein í blöðruhálskirtil.Fylgjast með nýjungum í greiningu og meðferð krabbameins í blöðruhálskirtli og miðla þeim upplýsingum. Tryggja jafnræði og gott aðgengi að þjónustu félagsins við karlmenn sem greindir hafa verið með krabbamein í blöðruhálskirtli. Vinna að því að biðtími karlmanna eftir greiningu á krabbameini í blöðruhálskirtli og meðferð sé sem stystur. Vinna að því að bestu viðurkenndu lyf, greining og meðferð standi karlmönnum með krabbamein í blöðruhálskirtli til boða. Stuðla að því að þjónusta við karlmenn með krabbamein í blöðruhálskitrli standist gæðakröfur.
-
Bæta lífsgæði þeirra sem fá krabbamein í blöðruhálskirtil.Veita karlmönnum sem greinast með krabbamein í blöðruhálskirtli og aðstandendum þeirra heildræna ráðgjöf, fjölbreytta fræðslu og stuðning. Gæta fjárhagslegra og faglegra réttinda karlmanna sem hafa fengið greiningu með krabbamein í blöðruhálskirtli, vera málsvari þeirra og gæta hagsmuna þeirra í hvívetna. Stuðla að því að síðbúnar aukaverkanir og skaðsemi meðferða við krabbameini í blöðruhálskirtli verði í lágmarki. Vinna að því að góð líknarþjónusta standi þeim til boða sem eru með krabbamein í blöðruhálskirtli og þess óska. Halda uppi öflugu samstarfi við erlend krabbameinsfélög tengd krabbameini í blöðruhálskirtli.
-
Stuðla að og styðja við rannsóknir sem tengjast krabbameini í blöðruhálskirtli.Krabbameinsfélagið Framför stefnir að því að stofna sérstakan styrktarsjóð sem hefði það hlutverk að stofna til og styrkja rannsóknir sem efla skimun við krabbameini í blöðruhálskirtli eða stuðla að betri meðferðum og meiri lífsgæðum þeirra sem hafa lokið slíkum meðferðum.