top of page

VARSTU AÐ GREINAST - viðtal, spjall í síma eða hittast á Zoom

Framför veitir aðgang að upplýsingum við greiningu á krabbameini í blöðruhálskirtli

Það getur verið mjög erfitt að greinast með krabbamein í blöðruhálskirtli og þá getur verið gott að ræða málin við aðra sem hafa upplifað þetta. Þú getur valið um eftirfarandi:

 

  1. Koma í spjall til ráðgjafa í Hverafold 1-3 í Grafarvogi í Reykjavík
    (panta tíma í síma 8435565 eða á tölvupóst á gudmundur@framfor.is)

  2. Samtal í síma (hringja í 8435565)

  3. Á Zoom (panta tíma í 8435565 eða á tölvupósti gudmundur@framfor.is)

  4. Óska eftir jafningjastuðningi (hringja í 8435565 eða senda tölvupóst á gudmundur@framfor.is)
     

Það getur verið erfitt að taka ákvörðun um hvað eigi að gera og þá getur verið gott að hafa einhvern með sér sem þekkir umhverfið og getur svarað spurningum, leiðbeint um aðgang að faglegum upplýsingum og aðstoða þig og þinn maka í að ræða þessi erfiðu mál.

Þegar þú þarft að taka ákvörðun um hvaða meðferð (valkostir sem þinn læknir gefur) getur verið gott að ræða við aðila sem hafa verið í sömu stöðu (jafninga) og hafa reynsluna af ákveðnum meðferðarleiðum. Þannig getur þú hjá Framför rætt við aðila sem er í virku eftirliti, aðila sem hefur farið geislameðerð og aðila sem hefur farið í brottnám á blöðruhálskirtli. Þannig getur þú tekið ákvörðun á upplýstum grunni og verið meira sáttur við ákvörðuna til lengri tíma.

 

Krabbameinsfélagið Framför er miðlægur upplýsingaaðili fyrir karla sem greinast með krabbamein í blöðruhálskirtli og er í samstarfi við Krabbameinsfélagið, Ljósið og heilbrigðiskerfið um ráðgjöf, stuðning og faglegar upplýsingar sem hægt er að treysta.

Sendu fyrirspurn á gudmundur@framfor.is eða hringdu í síma 8435565.

Nánari upplýsingar um greiningu hér

shutterstock_41135461.jpg

Jafningjastuðningur

shutterstock_388566784.jpg

Aðgangur að faglegum upplýsingum

Prostate-Cancer-featured2.jpg

Vera sáttur við ákvörðunina

bottom of page