top of page

FRÍSKIR MENN

Byggja upp lífið í virku eftirliti - smella hér til að skrá sig hópinn

Frískir menn er stuðningshópur fyrir þá einstaklinga sem greinst hafa með blöðruhálskirtilskrabbamein og hafa valið að vera í virku eftirliti. Hópurinn var stofnaður á árinu 2014 af vöskum hópi manna og er líklega fyrsti hópurinn af þessu tagi í heiminum. Þessi hópur hittist reglulega þar sem boðið er upp á fræðslu um nýjustu rannsóknir og þróun auk þeirra möguleika sem eru í boði. Þátttaka í starfi stuðningshópa er án endurgjalds.

shutterstock_41135461.jpg

Í gegnum Fríska menn verður boðið upp á fjölbreytt úrval námskeiða, vinnustofur og fræðslu hjá Framför. Einnig verður fljótlega aðgengilegt fræðsluumhverfi á netinu fyrir þá sem eru í þessu ferli og þeirra aðstandendur.

Stefnt er að því að vera með sjálfstyrkingu, núvitund, samskipti og fleira.

Sjáðu hér til hliðar myndband þar sem spjallað er við karlmenn úr hópunum Frískir menn og Góðum hálsum var gefið út í tengslum við Mottumars Krabbameinsfélagisins.

Jafningjastuðningur

Ráðgjöf

Góðir hálsar

Frískir menn

Traustir makar

Íbúðir

Þráinn Þorvaldsson fékk Sigurð Skúlason í lið með sér og saman stofnuðu þeir stuðningshópinn Frískir menn á 70 ára afmælisdegi Þráins, 20. mars 2014. Þráinn sagði "Ég var lengi að velta fyrir mér nafni stuðningshópsins. Við hjónin höldum mikið upp á portúgölsku eyjuna Madeira og förum þangað oft. Einn dag gengum við um götur Funchal höfuðstaðarins og ég segi við hana: „Nú vantar tilfinnanlega nafn á fyrirhugaðan stuðningshóp.“ „Þið eruð menn sem hafa ekki farið í meðferð og því hressir menn. Táp og fjör og frískir menn, hefur lengi veri sungið á Íslandi. Af hverju ekki velja nafnið Frískir menn?“ Stuðningshópurinn fékk svo þetta heiti þegar hann var stofnaður".

bottom of page