LJÓSIÐ

Stuðningur við karlmenn sem greinst hafa með krabbamein í blöðruhálskirtli - umræðuhópur

Fundir haldnir einu sinni í mánuði þriðjudagar frá kl:17.00 – 19.00.

Karlmenn sem hafa greinst með blöðruhálskirtilskrabbamein og eru í þjónustu Ljóssins fá tækifæri til að hittast, spjalla saman og fræðast.

Dagskrá væntanleg.​

Jakob Garðarsson er í forsvari fyrir hópinn.

Tilurð hópsins: „Ég hafði orð á því við Ernu, framkvæmdastjóra Ljóssins á sínum tíma, að mér fyndist vanta hóp fyrir karlmenn sem hefðu greinst með blöðruhálskrabbamein. Hugmyndin var að búa til hóp þar sem menn gætu miðlað af reynslu sinni og nýgreindir gætu fengið stuðning og fræðslu. Erna tók vel í hugmyndina og Jakob var sjálfur beðinn um að leiða starf hópsins. Margt er til umræðu á fundum hans og það leynir sér ekki að þörfin á slíkum samkomum er rík:

 

„Það er mikið áfall að fá þá greiningu að vera með krabbamein í blöðruhálsi. Það vakna margar spurningar tengdar aðgerð og meðferð, mögulegum eftirmálum aðgerðar sem geta herjað misjafnlega á menn. Þar geta verið um að ræða þvaglekavandamál, getuleysi og þunglyndi svo eitthvað sé nefnt. Við höfum fengið gesti á fundina til að greina frá einhverju markverðu sem tengist sjukdómnum, til dæmis kom Rafn Hilmarsson þvagfæraskurðlæknir á síðasta fund okkar fyirir sumarfrí.”

 

Þegar er komin góð reynsla á starfsemina: „Ég held að menn hafi verið ánægðir með fundina og fundist þeir gagnast vel. Hér geta menn miðlað af reynslu sinni, opnað sig með eigin vandamál, fengið fræðslu og hvatningu frá öðrum. Hér finna menn til samkenndar.“

 

Stefnt er að því að hafa fundina að minnsta kosti einu sinni í mánuði. Jakob hvetur alla til þess að mæta og segir ekki máli skipta hvort viðkomandi er nýgreindur, í meðferð eða er læknaður. Allir sem telja sig eiga erindi í hópinn eru velkomnir. Þátttaka í starfi stuðningshópa er án endurgjalds.

Ungir blöðruhálsar eru með Facebook hóp þar sem hægt er að fylgjast með og spjalla. Smelltu hér til að finna hópinn.

 

Fyrsti fundurinn var haldinn 6. mars 2014.

Jafningjastuðningur

Ráðgjöf

Góðir hálsar

Frískir menn

Traustir makar

Íbúðir