ERTU MAKI EÐA AÐSTANDANDI? - spurningar og svör
Krabbamein í blöðruhálskirtli er para- og fjölskyldumál
Makar og aðstandendur karlmanns með greiningu um krabbamein í blöðruhálskirtli geta átt jafn erfitt með að eiga við þetta verkefni og sá sem greinist. Afleiðingar af meðferð geta líka haft mikil áhrif á maka og aðra aðstandendur og þess vegna þarf þetta verkefni að vera samstarf. Sérstakt stuðningsumhverfi Framfarar fyrir maka og aðra aðstandendur gefur þessum aðilum tækifæri til að heyra frá öðrum hvernig best er að takast á við þetta og að fræðast um þetta verkefni.
Stuðningur frá fjölskyldu og vinum
Greining á einhverjum nákomnum aðila með krabbamein í blöðruhálskirtli getur haft jafn mikil eða meiri áhrif á maka og aðra aðstandendur alveg eins og hann. Auk þess að hafa áhrif á þínar tilfinningar getur þetta einnig breytt sambandinu þínu við þennan aðila eftir því sem þínar áætlanir og forgangsröðun breytast.
Stuðningshópurinn Traustir makar
Stuðningshópurinn Traustir makar er tilraunaverkefni hjá Framför sem er í mótun. Markmiðið er að makar og aðrir aðstandendur geti komið saman og miðlað sinni þekkingu og reynslu. Það getur verið gefandi að hlusta á aðra sem hafa gengið í gegnum það að vera maki eða aðstandandi karlmanns sem hefur greinst með krabbamein í blöðruhálskirtli. Stefnt er að því að þessi hópur hittist mánaðarlega. Markþjálfi hjá Framför heldur utanum fundina.
Stefnt að því að vera með námskeið og vinnustofur í umönnun, sjálfstyrkingu, núvitund og fleiru fyrir maka og aðra aðstandendur. Einnig verður fljótlega efni, námskeið og vinnustofur aðgengilegt á fræðsluneti Framfarar fyrir þessa aðila.
Spurningum og svörum hér að neðan er ætlað aðilum sem eru nálægt einhverjum með krabbamein í blöðruhálskirtli, hvort sem þú ert maki, fjölskyldumeðlimur eða vinur.
Hér skoðum við leiðir til að styðja einhvern með krabbamein í blöðruhálskirtli, hvar á að fá frekari upplýsingar og hvernig þú getur passað sjálfa/n þig.
Það eru meiri upplýsingar um krabbamein í blöðruhálskirtli og meðferðir á vefsíðu okkar um greiningu á krabbameini í blöðruhálskirtli. Þú getur líka hringt í okkar hjá Framför eða spjallað við okkur á netinu.
Ef þú vilt prenta spurningar og svör út til að lesa, smelltu þá hér!
-
Fækka þeim sem fá krabbamein í blöðruhálskirtil.Afla þekkingar á því sem best er vitað um krabbamein í blöðruhálskirtli og miðla því til almennings. Stuðla að gagnreyndum og öflugum forvörnum til þess að draga úr nýgengi krabbameins í blöðruhálskirtli. Stuðla að bættri greiningartækni til að fjölga þeim sem greinast með forstigseinkenni á krabbameini í blöðruhálskirtli. Standa að vitundarvakningu um krabbamein í blöðruhálskirtli. Fræða almenning um forvarnir krabbameins í blöðruhálskirtli, áhættuþætti og krabbameinsleit.
-
Lækka dánartíðni þeirra sem fá krabbamein í blöðruhálskirtil.Fylgjast með nýjungum í greiningu og meðferð krabbameins í blöðruhálskirtli og miðla þeim upplýsingum. Tryggja jafnræði og gott aðgengi að þjónustu félagsins við karlmenn sem greindir hafa verið með krabbamein í blöðruhálskirtli. Vinna að því að biðtími karlmanna eftir greiningu á krabbameini í blöðruhálskirtli og meðferð sé sem stystur. Vinna að því að bestu viðurkenndu lyf, greining og meðferð standi karlmönnum með krabbamein í blöðruhálskirtli til boða. Stuðla að því að þjónusta við karlmenn með krabbamein í blöðruhálskitrli standist gæðakröfur.
-
Bæta lífsgæði þeirra sem fá krabbamein í blöðruhálskirtil.Veita karlmönnum sem greinast með krabbamein í blöðruhálskirtli og aðstandendum þeirra heildræna ráðgjöf, fjölbreytta fræðslu og stuðning. Gæta fjárhagslegra og faglegra réttinda karlmanna sem hafa fengið greiningu með krabbamein í blöðruhálskirtli, vera málsvari þeirra og gæta hagsmuna þeirra í hvívetna. Stuðla að því að síðbúnar aukaverkanir og skaðsemi meðferða við krabbameini í blöðruhálskirtli verði í lágmarki. Vinna að því að góð líknarþjónusta standi þeim til boða sem eru með krabbamein í blöðruhálskirtli og þess óska. Halda uppi öflugu samstarfi við erlend krabbameinsfélög tengd krabbameini í blöðruhálskirtli.
-
Stuðla að og styðja við rannsóknir sem tengjast krabbameini í blöðruhálskirtli.Krabbameinsfélagið Framför stefnir að því að stofna sérstakan styrktarsjóð sem hefði það hlutverk að stofna til og styrkja rannsóknir sem efla skimun við krabbameini í blöðruhálskirtli eða stuðla að betri meðferðum og meiri lífsgæðum þeirra sem hafa lokið slíkum meðferðum.