Upplýsingavefur fyrir karla sem greinast með krabbamein í blöðruhálskirtli
Þessi upplýsingavefur er rekinn af Krabbameinsfélaginu Framför, félagi karla með krabbamein í blöðruhálskirtli í samstarfi við Félag þvagfærasérfræðinga á Íslandi, Ráðgjafaþjónustu Krabbameinsfélagins og Ljósið endurhæfingarmiðstöð.
Markmið með þessum vefsvæði er verið að skapa körlum sem greinast með krabbamein í blöðruhálskirtli og þeirra aðstandendum aðgang að faglegum og viðurkenndum upplýsingum til að eiga við áfallið við að greinast með krabbamein. Til boða stendur endurgjaldslaus ráðgjöf, stuðningur, jafningjafræðsla og sálfræðistuðningur.
Kynningarefni við greiningu á krabbameini í blöðruhálsi
-
Bæklingur með spurningum við greiningu á krabbameini í blöðruhálskirtli
-
Bæklingur fyrir nýgreinda aðila með krabbamein í blöðruhálskirtli
-
Bæklingur um fyrstu skrefin eftir greiningu á krabbameini í blöðruhálskirtli
-
Upplýsingar fyrir maka - karla sem greinast með krabbamein í blöðruhálsi
Stuðningshópar hjá Krabbameinsfélaginu Framför
-
Frískir menn - fyrir karla í virku eftirliti
-
Blöðruhálsar/Góðir hálsar - fyrir karla sem hafa farið í meðferð
-
Traustir makar - fyrir maka karla sem hafa farið í meðferð
Nánari upplýsingar um leiðir til að hafa samband (hér)
Krabbameinsfélagið Framför, félag karla með krabbamein í blöðruhálskirtli og aðstandenda er með ráðgjöf við greiningu og miðlar upplýsingum um jafningjastuðning og sálfræðiviðtöl í samstarfi við Ráðgjafaþjónustu Krabbameinsfélagsins og Ljósið.
Krabbameinsfélagið Framför er með stuðningshópa fyrir karla með krabbamein í blöðruhálskirtli og aðstandendur. Hér að neðan er hægt að skrá sig í þessa hópa.