Þessi upplýsingavefur er rekinn af Krabbameinsfélaginu Framför, félagi karla með krabbamein í blöðruhálskirtli í samstarfi við Félag þvagfæraskurðlækna á Íslandi, Ljósið endurhæfingarmiðstöð og Krabbameinsfélagið. 

 

Á þessu vefsvæði eru faglegar upplýsingar (viðurkenndar af Félagi þvagfæraskurðlækna á Íslandi) fyrir karla sem greinast með krabbamein í blöðruhálskirtli og þeirra aðstandendur. Til boða stendur endurgjaldslaus ráðgjöf, stuðningur, jafningjafræðsla fyrir þá sem greinast og aðstandendur, ráðgjöf hjá fagfólki (sálfræðingi, félagsráðgjafa og hjúkrunarfræðinga), endurhæfing og þátttaka í starfi stuðningshópa.

Kynningarefni við greiningu

Krabbameinsfélagið Framför er með ráðgjöf við greiningu á krabbameini í böðruhálskirtli og býður upp á jafningjastuðning og ráðgjöf fagaðila í samstarfi við Krabbameinsfélag Íslands og Ljósið.
 

Nánari upplýsingar um leiðir til að hafa samband (hér)

Stuðningshópar

Krabbameinsfélagið Framför er með stuðningshópa fyrir karla með krabbamein í blöðruhálskirtli og aðstandendur.

Skráning í stuðningshóp hjá Framför